Á öllum stærri sjúkrahúsum eru drefikerfi fyrir lyfjalofttegundir til þess að tryggja öruggt og hagkvæmt aðgengi að lyfjalofttegundum. Lyfjalofttegundirnar koma ýmist í tönkum, hylkjabúntum eða stökum hylkjum og er leiddar úr þeim um dreifikerfin og í úttök víðs vegar um sjúkrahúsið.
Dreifikerfi fyrir lyfjalofttegundir kann að innifela eftirtalið:
Birgðir af fljótandi lyfjasúrefni í tönkum og varabirgðir af samanþjöppuðu lyfjasúrefni á hylkjum/hylkjabúntum.
Glaðloft (tvínituroxíð) til öndunar frá hylkjum/hylkjabúntum og Lyfjaloft til öndunar frá loftpressum sjúkrahússins eða úr hylkjum/hylkjabúntum.
Lofttegundir sem flokkast sem lækningatæki eru t.d. notaðar á rannsóknastofum.
Staðsetning dreifistöðvar er staðsett á jarðhæð sjúkrahúss eða í annarri byggingu.
Þrýstijöfnunarbox
Gerir kleift að dreifa lyfjalofttegundum við nothæfan þrýsting til hinna ýmsu deilda og byggingasjúkrahússins. Í þrýstijöfnunarboxi er þrýstingur minnkaður og jafnaður á milli súrefnisbirgða og dreifikerfis.
Þrýstivakt
Þrýstivaktinfylgist með vinnuþrýstingi ýmissa lyfjalofttegunda inn á deildirnar. Þrýstivaktin virkar líka sem stýring fyrir varabirgðir deildarinnar. Ef flæði lyfjalofttegunda frá aðaldreifikerfi sjúkrahússins bregst þá eru varabirgðir til staðar undir þrýstivaktinni sem tengja má tímabundið inn á þrýstivaktina. Þrýstivaktin tryggir líka að súrefnisþrýstingur sé alltaf hærri en þrýstingur tvínituroxíðs. Þetta er til þess að koma í veg fyrir að tvínituroxíð geti flætt inn í súrefnislagnirnar Í dag er þetta öryggisatriði almennt innbyggt, t.d. í svæfingabúnaði.
Viðvörunarbúnaður
Hann gefur til kynna ef eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist í tengslum við þrýsting lofttegunda. Ef viðvörun kemur fram um of lágan þrýsting þarf að tengja varahylki. Hægt er framlengja viðvörunina í mannað vaktherbergi.
Neyðarstöðvunarkassi
Ef bilun kemur upp á skurðstofu eða leki í úttaki má loka fyrir allt streymi lyfjalofttegunda með lokum í neyðarstöðvunarkassa. Neyðarstöðvunarkassinn er staðsettur á ganginum fyrir utan hverja skurðstofu. Þannig er auðvelt að loka fyrir aðstreymi lyfjalofttegunda til skurðstofa án þess að það hafi áhrif á aðra hluta sjúkrahússins.
Úttök í vegg eða á loftsúlum
Úttök fyrir lyfjasúrefni, tvínituroxíð, lyfjaloft og tækjaloft eru venjulega í vegg eða á loftsúlum. Þessi úttök eru þannig hönnuð að ekki er hægt að tengja slöngu í rangt úttak. Úttakið lokast sjálfkrafa þegar slanga eða búnaður eru aftengd. Þetta er til þess að koma í veg fyrir að lofttegundir leki inn í skurðstofuna.