Linde Integrated Valve er létt og færanleg lausn og tilbúin til notkunar, með samsettum þrýsti- og flæðimæli. Það er hannað til þess að auðvelda starf heilbrigðisstarfsfólks.. Hvorki þarf að setja upp þrýstijafnara, né stilla hylkjaþrýsting og því verður engin truflun á meðhöndlun sjúklings. Þrýstingur er stilltur á nákvæman hátt og honum stjórnað. Með frekari flæðisstillingum er auk þess hægt að stilla meðferðina nákvæmlega eftir þörfum sjúklings.
Með innbyggðum þrýstijafnara er hægt að stjórna stöðugum og lágum þrýstingi og stilla flæði nákvæmlega eftir þörfum.
Með nákvæmum flæðigildum er hægt að stjórna flæði sem uppfyllir þarfir sjúklinga.
Með skýrum innihaldsmæli er alltaf vitað nákvæmlega hvað er eftir á hylkinu.
LIV® Linde Integrated Valve, tilbúið til notkunar.