Að ferðast með lyfjasúrefni getur verið erfitt. OXYTRAVEL® er hannað til þess að sinna þörfum fyrir lyfjasúrefni á ferðalögum, losa sjúklinga undan áhyggjum og samskiptum sem þarf að hafa við yfirvöld erlendis.
Með OXYTRAVEL sameinar Linde Healthcare tækniþekkingu og birgðastjórnun til þess að skapa þjónustu sem bætir lífsgæði sjúklinga sem þurfa að nota súrefni. Við eigum samstarf við alþjóðlega samstarfsaðila og samhæfum afhendingu lyfjasúrefnis á öllum stigum ferðalagsins. Sjúklingar hafa frelsi til að skipuleggja langa ferð og geta verið öruggir um að nauðsynlegar súrefnisbirgðir verða til staðar hvenær og hvar sem á þarf að halda.
Síðan OXYTRAVEL kom á markaðinn 2002 hafa þúsundir sjúklinga notað það í fleiri en 30 löndum um allan heim.