Til að framkvæma heildarmat á á húsnæði fyrir lyfjalofttegundir býður QI Risk upp á heildarúttekt á kerfum fyrir lofttegundir sem uppfylla alþjóðlega staðla; fylgni við kröfur og viðeigandi reglugerðir. Byrjað er á úttekt á staðnum með áherslu m.a. á öryggi, búnað og ferla, tillögur eru gefnar um úrbætur varðandi öryggi, áhættumat og hvernig kröfur skuli uppfylltar. Viðameiri úttekt inniheldur m.a. að setja upp rekstrarstefnu, skilgreinina viðhald og geymslu hylkja, uppfæra lagnateikningar, veita ráðleggingar um endurbætur á hönnun birgðakerfaog hanna viðbragðsáætlanir.
Skilgreining á áhættu
Linde Healthcare mun skoða búnað fyrir lyfjaofttegundir og taka viðtöl við starfsfólk þar sem farið verður yfir allt sem viðkemur reglugerðum, vinnulýsingum og góðu verklagi. Í úttektinni verða gerðar athugasemdir þar sem kröfur eru ekki uppfylltar og benda á hugsanleg áhætta og vöntun á eftirfarandi atriði:
Áhættu fyrir sjúkling.
Stærð tanks og ráðleggja um örugga staðsetningu.
Afkastageta og ástand kerfa fyrir lofttegundir.
Dreifikerfi.
Handvirk meðhöndlun.
Umsjónarkerfi og gögn: kostir fyrirbyggjandi viðhalds.
Þarfagreining á þjálfun.
Hylkjageymsla og merkingar.
Birgðir af búnaði og neyðarbirgðir.
Neyðarviðbúnaður.
Skjalfest áhættugreining
Ekki er nóg að skilgreina áhættu innan sjúkrahússins. Hana þarf að skjalfesta, setja í forgang og skrá í áhættuskrá sjúkrahússins. Við getum veitt faglegt, hlutlaust og hagnýtt yfirlit yfir áhættu í kerfum, því við höfum yfir 50 ára reynslu í meðhöndlun lyfjalofttegunda. Við notum gildar áhættugreiningar og notum okkar eigin gagnagrunn til að tryggja samræmi.
Nokkrar algengar áhættur eru staðfestar með samanburði við reglugerðir og gott verklag meðal annars
Engin eða takmörkuð þjálfun hjúkrunarfræðinga/aðstoðarstarfsfólks.
Engin hjúkrunarfræðingur eða heilbrigðisstarfsmaður tilnefndur umsjónarmaður lofttegunda.
Ófullnægjandi merkingar fyrir vörur/aðvaranir/varúðar- og neyðarmerkingar.
Ófullgerðar/útrunnar teikningar á lögnum fyrir lyfjalofttegundir.
Ófullgerð/útrunnin rekstrarstefna.
Ekki skilgreint eftirlit með verki verktaka.
Ófullnægjandi geymsla/aðskilnaður á fullum og tómum hylkjum.
Engin þekking á stöðlum/skortur á samræmingu við staðla.
Ekki til verklag um meðhöndlun hylkja.
Ekki auðkenndir geymslustaðir á sjúkradeildum.
Óljósar kröfur fyrir lagnakerfi lyfjalofttegunda.
Engar upplýsingar um getu flæðihraða/þrýsting stöðvar eða kerfis.
Ábyrgðaraðili ekki tilgreindur eða ekki með viðeigandi heimild.
Engin viðhaldsáætlun til staðar.
Alþjóðlegir og staðbundnir staðlar krefjast þess að nákvæmar verklagsreglur séu til staðar á hverju sjúkrahúsi til að tryggja að lyfjalofttegundum sé dreift til sjúklinga. Þetta þýðir að verklagsreglan er skrifaðuð fyrir sérhvert sjúkrahús þannig að kröfur staðla séu uppfylltar. Verklagsreglan á að vera nógu nákvæm þannig að besta verklag og upplýsingar komist til skila.
Undirstöðuatriðin eiga að innihalda en ekki takmarkast við yfirlit og lýsingu á notkun kerfisins, ábyrgð umsjónaraðila, auðkenni hagsmunaaðila og viðeigandi ábyrgðir, kröfur varðandi þjálfun starfsfólks, kerfi fyrir vinnuheimild, vinnuheimild og neyðarvinnuheimild, skilgreiningar á birgðum, og skráningarblöðum.