Fylgniog öryggi er megináhersla þjálfunarpakka okkar fyrir starfsmenn sjúkrahúsa, auk árangursríkrar umsjónar með lyfjalofttegundum, rekstur og viðhald röralagna og kerfa fyrir lyfjalofttegundir sem og lækningatækja.
QI Training felur í sér eftirfarandi:
Grundvallaratriði eins og öruggt verklag við meðhöndlun, geymslu og notkun á hylkjum sem innihalda lyfjalofttegundir undir þrýstingi; öruggar vinnuleiðbeiningar og skilning á hættum sem tengjast lofttegundum
Heildarþjálfun sem tekur á öllum þáttum varðandi örugga og árangursríka notkun kerfa fyrir lyfjalofttegundir, frá geymslum undir fljótandi lofttegundir til notkunarbúnaðar
Fyrir lækna og hjúkrunarfólk snýst þjálfun venjulega um öruggt verklag, geymslu og meðhöndlun lyfjalofttegunda og vöktun á lagnakerfi og hylkjum.
Þjálfun er sett upp á staðnum og getur innihaldið margar einingar sem eru ætlaðar til að tryggja að þörfum ákveðinna starfsmanna er mætt. Auk þess hefur Linde Healthcare sett á laggirnar netfræðslu á nokkrum sviðum til þess að starfsfólk getir á eigin hraða lokið grunnþjálfun.
Netnámskeið – örugg meðhöndlun á lyfjalofttegundum
Þetta námskeið er fyrir aðila sem vinna með, eða meðhöndla með einhverjum hætti, lyfjalofttegundir á deild. Námskeiðið mun veita þér grunnþekkingu á lofttegundunum og eiginleikum þeirra og umfram allt sýna þér hvernig á að meðhöndla lofttegundirnar á öruggan hátt. Þessi þekking er mjög mikilvæg til að tryggja öryggi þitt og sjúklingsins.
Netnámskeið – Örugg meðhöndlun á fljótandi köfnunarefni, LIN
Þetta námskeið sýnir þér hvernig á að meðhöndla fljótandi köfnunarefni. Til að geta meðhöndlað fljótandi köfnunarefni á réttan hátt þarftu að þekkja áhættuþættina og hvernig bregðast eigi við þeim. Þú þarft einnig að þekkja eiginleika lofttegundarinnar til að geta þekkt áhættuþætti hennar.
Ef þú vilt taka þessi námskeið skaltu fylla út eyðublaðið hér að neðan. Fylltu út nöfn allra þátttakenda sem ættu að hafa aðgang að námskeiðinu, merktu einnig við ábyrgðaraðilann (hann mun hafa aðgang að því hver í teyminu hefur lokið námskeiðinu). Innskráningarupplýsingarnar verða sendar til þín með tölvupósti.
Ef þú ert með spurningar skaltu hafa samband við okkur healthcare.is@linde.com